lau. 22.8.2009
Þuklaraball ?
Ég sem að hélt að þetta væri allt annað...ég klikk, ó mæ god. Hélt í einfeldni minni að um almennt ball væri að ræða, þar sem menn og konur þukluðu hvort á öðru .
En það var nú öðru nær...þeir ætluðu sér að þukla á rollum, dísus...hvaða helvítis perraháttur er þetta!...
Svo þegar ég las fréttina til enda, þá sá ég að ekki var næg þátttaka...
menn voru önnum kafnir í að vera heima og þukla á sínum konum...og þess vegna var ballið fellt niður, thank u lord.
Ég er ekki hissa á því...althent vildi ég frekar vera heima og þukla mína konu (ef ég ætti einhverja) heldur en grútskítuga rollu ofan af heiði eða fjalli einhversstaðar í andskotanum...
maan úff...slapp fyrir horn. Þið rollu perrar megið eiga ykkar ónáttúru fyrir ykkur sjálfa...ekki blanda mér í þetta.
I´m only for the woman.
Þuklaraball fellur niður á Ströndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 21.8.2009
Kjósum Ingibjörgu Egilsdóttur sem Miss Universe
Endilega farið inn á linkinn hér að neðan og kjósið þessa fegurðardís...Sannarlega sómi Íslands í þessari keppni woaaaw.
http://www.missuniverse.com/members/profile/41735
Bloggar | Breytt 22.8.2009 kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 20.8.2009
Uppdubbuð ljósmynd seld sem málverk.
Það fór svo að uppdubbuð ljósmynd dulbúin sem málverk af Michael Jackson var seld á rúma 1 milljón dollara...reyndar minna en ég hélt að hún myndi fara á eins og lesa má í fyrri færslu minni um þessa mynd...og svokallaðan "Listamann" Andy Warhol
http://brahim.blog.is/blog/brahim/entry/924634
Þvílíkt rugl verð á ljósmynd sem breytt var með myndvinnsluforriti og kallað síðan "málverk"
Warhol-málverk af Michael Jackson slegið á uppboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fim. 20.8.2009
Er þetta ímyndun í mér eða...
Er þarna einhver dulbúin hótun ? um að ekki verði unnið samkvæmt ýtrustu kröfum um Tollgæslu nema ásættanleg launahækkun komi til í nýjum kjarasamningi !
Tollverðir felldu nýverið tilboð um nýjan kjarasamning vegna yfirvinnubanns og annarra skerðinga sem bitnar misjafnlega á félagsmönnum eftir því hvar á landinu þeir starfa... dæmi séu um allt að 30% kjaraskerðingu í röðum tollvarða...Tollverðir lögðu fram ákveðnar hugmyndir á fundinum i dag til leiðréttingar á kjörum sínum.
Hver skyldi sú hugmynd hafa verið ? 20 - 30% launahækkun ? vegna þess að þeir hafi ekki eins mikla yfirvinnu og áður ...
Og hver er svo þessi önnur skerðing hjá þeim ? þætti gaman að vita það...
Er það kannski það að þeir fá ekki eins oft endurnýjaðan vinnufatnað...hætt er að láta þá fá ókeypis mat...eða niðurgreiðslu á matnum ?
Þegar talað er svona loðið eins og að segja "aðrar skerðingar" án þess að útskýra í hverju þær felast...
þá er þetta yfirleitt einhver tittlingaskítur sem í raun hafa takmörkuð áhrif á kjör þeirra...eða jafnvel einhverjir bitlingar sem teknir hafa verið af.
Geta þá ekki aðrir launþegar þessa lands allt eins farið fram á launahækkun vegna þess að þeirra yfirvinna hefur minkað eða alveg tekin af og jafnvel vinnutími styttur með tilheyrandi skerðingu...ég bara spyr.
Annað eins hefur nú skeð frá því að hrunið varð...og fólk hefur einfaldlega þurft að sætta sig við það og látið það vera að út af því.
Það fjölgar tilfellum þar sem sá reikningur sem framvísað er við tollafgreiðslu sýnir lægra innkaupsverð en raunverulega er greitt fyrir vöru. Eitt slíkt tilvik getur hlaupið á stórum fjárhæðum fyrir ríkissjóð og því til nokkurs að vinna fyrir ríkið að ná í þessar tekjur. En það kostar peninga að ná í þessa fjármuni, segir Ársæll Ársælsson, formaður Tollvarðafélags Íslands.
Ég get ekki að því gert...en þessi hugsun um dulbúna hótun kom strax upp í kollinn á mér við lestur þessarar greinar...kannski er ég að sjá dauðann og djöfulinn í hverju horni þessa dagana, hver veit...ég verð þá bara að eiga það við sjálfan mig og láta ekki svona ruglaða tortryggni ná tökum á mér.
Over and out.
Dæmi um allt að 30% kjaraskerðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 20.8.2009
Könnun fréttablaðsins .
Ætti frekar að setja fé í að minnka skuldir hinna verst stöddu en skuldir allra?
Eins og sést er þessi könnun þeim verst settu í óhag...dæmigert fyrir Íslendinga þegar þeir svara nafnlaust.
Ef þetta sama fólk væri spurt auglitis til auglitis eða fyrir framan sjónvarps myndavél...þá er nokkuð öruggt að útkoman myndi verða gjörólík.
Meirihlutinn myndi svara...jú að sjálfsögðu á að hjálpa þeim sem verst eru staddir...frekar en þeim sem vel eða betur eru staddir.
Hræsni Íslendinga ríður ekki við einteyming í þessu frekar en svo mörgu öðru...hef alltaf sagt það og segi það enn, að Íslendingar eru yfirborðskenndir og eiginhagsmunaseggir nánast upp til hópa.
Þetta er að sjálfsögðu mín skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðun annarra Íslendinga...Svo notaður sé breyttur frasi sem oft heyrist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 20.8.2009
Að flýja sökkvandi skip...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)