Hver er ábyrgur ?

Já það er spurning sem sumir myndu gjarnan vilja fá svar við.

 Að mínu mati er það eigandi bílsins sem stolið var...því hún skilur lyklana eftir í svissi bílsins...og bíður þar með uppá það að bílnum sé stolið.

Hefði eigandinn haft rænu á að taka lyklana með sér inn á bensínstöðina...þá hefði þessi atburður aldrei orðið að veruleika...né að maðurinn sjálfur slasast...eins og raun varð á...og bíllinn væri í heilu lagi en ekki ónýtur... og engum gangandi eða akandi vegfarendum hefði stafað hætta af.

 Sjálfsagt má það vera að fólk hugsi sem svo að bílum sé ekki stolið af bensínstöðva svæðum...en sú varð raunin núna...og ekki í fyrsta sinn...né verður það í síðasta sinn...á meðan fólk heldur áfram að skilja lyklana eftir í bílunum sínum.

 Hvort að bíllinn verði bættur af tryggingafélaginu efast ég um...þó svo að bíllinn kunni að hafa verið með kaskótryggingu.

Því eins og fyrr sagði þá var það ábyrgðarleysi eiganda bílsins sem varð til þess að þessi atburðarás fór af stað.

Það kæmi á óvart ef það fyndist ekki klásúla um slíkt í samningum tryggingafélaga um bifreiðatryggingar.

Takið því ávalt lyklana með ykkur...þegar þið yfirgefið bílinn...þó svo að þið ætlið bara að skreppa inn í búð/bensínstöð í eina mínútu eða svo... þannig orða margir það sem verða fyrir því að bíl þeirra sé stolið.

Það þarf ekki einu sinni 1 mínútu til að stela bíl sem hefur lyklana í svissinum.


mbl.is Fluttur á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má þá ekki rekja til þess að ríkið sé ábyrgt fyrir að útdeila hverjum sem er skírteinið. Sá sem hefur ekki rænu á því að taka lykilinn úr bílnum ætti þá ekki að hafa skírteini um hönd. það þarf bara að herða bílprófin og hækka ökumanns aldurinn um 2 ár.

Guðjón (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 22:40

2 identicon

er nítján pjakkur þroskaðri en 17 ára pjakkur? um leið og sumir pjakkar fá ökuskírteinið þá er eins gott að vera með augun á öllum stöðum. sumir drengir eru stórhættulegir.

maður (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 22:55

3 identicon

Má ég ekki láta þig fá nr hjá Toyota líka?? Getur hringt í þá og skammað þá fyrir að hafa framleitt bíl sem var hægt að stela og keyra hratt undir áhrifum og stofna öðru fólki í hættu....

Það er satt að það má kenna eiganda bílsins um að bílnum var stolið en eftir að þessi maður setti bílinn í gang var ábyrgðin orðin hans.

Lára (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:04

4 identicon

Guð minn góður..... .þú hlýtur að vera að grínast.... þetta er svona jafn viltaust einsog að banna öryrkjum að vera með bloggsíður....... eða bíddu !! .. það er kannski ekki svo vitlaust :)

Snæzi (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:14

5 Smámynd: brahim

Ég nefni hvergi orðið glæp/glæpur. Heldur ábyrgð...regin munur þar á. Sé ekki betur en þú sjálf sért að fella dóm yfir þessum manni. Hvað hefur þú fyrir þér í því ? Hef nefnilega hvergi séð það skrifað... að um glæpamann hafi verið að ræða...né að hann hafi verið uppdópaður. En það er sjálfsagt rétt að hann hafi verið í annarlegu ástandi. En hvort það hafi verið vegna dóps veit ég ekki. Þekkir þú þennan mann? "Þú segir sjálf að fólk geti sjálfu sér kennt um ef bílum þess með lyklunum í sé stolið" Hvað er það annað en ábyrgðarleysi af þess hálfu?

brahim, 19.7.2009 kl. 23:20

6 identicon

Að vissu leiti er hægt að kenna eigandanum um, en það er aldrei hægtað kenna honum um það hvað sá sem stal bílnum gerði! mér hefur alltaf fundist þetta með að hækka bílprófsaldurinn frekar fáránlegt, þar sem margir 17-19 ára krakkar eru bara á nákvæmlega sama stað í þroska svo er auðvitað þessi stóri hópur sem er það þroskður og hefur vit á að keyra löglega og eftir aðstæðum!!

Þóra (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:28

7 identicon

Menn sem fremja glæpi hafa löngum verið kallaðir glæpamenn, þar sem þeir eru jú menn sem fremja glæpi. Þessi einstaklingur, "uppdópaður" eða ekki gerðist sekur um fjölmörg brot sem varða refsingu, og teljast þar af leiðandi í daglegu tali vera glæpir.

Eigandinn hefur hins vegar ekki gerst sekur um neitt nema í besta falli hugsunarleysi og í versta falli kæruleysi, eða jafnvel snefil af trú á samborgurum sínum. Maður vill svona almennt trúa því að maður geti átt hluti sína í friði, og vísa ég þá í 72. gr 33/1944.

AT (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:34

8 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Það að skilja lykla eftir í bílnum sínum gefur ENGUM leyfi til þess að stela honum. Einfalt mál

Katrín Linda Óskarsdóttir, 19.7.2009 kl. 23:35

9 identicon

brahim: Má ég þá brjótast inn til þín næst þegar þú gleymir að læsa húsinu þinu?

Arngrímur (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:41

10 Smámynd: brahim

Það má deila um orðalag endalaust...ætla þó ekki að elta ólar við það. Nei að sjálfsögðu gefur það engum rétt á að stela bílum þó svo að lyklarnir séu í honum...en slíkt gerist...og þar liggur ábyrgð eigandans. Eftir að sá sem stelur bíl er farinn af stað... þá að sjálfsögðu er ábyrgðin hans...það er engin vafi um það...og á ekki að þurfa að minnast á slíkt...svo augljóst er það. En ábyrgð þess sem skilur lyklana eftir í bílnum og í augsýn allra er enn sú sama...hann/hún er að bjóða hættunni heim með slíku og hreinlega að bjóða uppá að misvitrir einstaklingar gangi að slíku boði.

brahim, 20.7.2009 kl. 00:08

11 identicon

Þökkum þá um leið manninum sem mokaði skurðinn fyrir að stuðla að því að þetta mál leystist.!

Vala (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 00:08

12 identicon

Þið eruð að rugla þessu öllu saman.

Glæpamaðurinn er sá sem stal bílnum, stofnaði mannslífum í hættu og skemmdi bílinn. Ég held að allir séu sammála um það.

Það að skilja lyklana eftir í bílnum gefur, að sjálfsögðu, engum leyfi til að taka hann ófrjálsri hendi. Þess vegna eru menn, sem gera það, kallaðir glæpamenn.

Tjónið sem glæpamaðurinn olli getur lent á skráðum eiganda bílsins að einhverju leyti eða jafnvel öllu þar sem eigandanum láðist að sinna sinni lögboðinni skyldu gagnvart tryggingafélaginu að vernda eignina eins og kostur er.

Augnabliks hugsunarleysi hjá eigandanum. Lærum af reynslu annarra og hættum að skilja lykla eftir í bílum, ólæsta bíla og verðmæti á áberandi stað í bíl. Þetta kennir okkur kannski að við erum hvergi óhult.

Hafsteinn E. Jakobsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 00:21

13 identicon

Brahim. Það þarf ekki að brjótast inn í hús ef það er ólæst. Maður opnar bara hurðina. En skil hvað þú ert að fara samt.

Lára. Ef 19 ára einstaklingur er ekki þroskaðri en 17 ára nú þá hlýtur 15 ára bara að vera ekkert óþroskaðri en 17. Því ekki að færa þetta niður. Stóra vandamálið er kannski ekki að 17 ára fá bílpróf.. vandamálið er að bílprófið gefur engar hömlur á hvernig bifreiðin er í ljósi hestafla og slíkt, líkt og gert er í mótorhjólum. Að vísu á ekki við um þetta dæmi þar sem um yaris er að ræða kannski.... en 17 ára einstakling langar strax í bíl eins og hann er að spila með í Playstation... helst 400 hestöfl.

Jóhanna Guðný. Það er ekkert sem segir okkur að maðurinn, eða strákurinn hafi verið dópaður, lyfjaður eða ölvaður. Hann er hins vegar klárlega mjög veikur ef hann getur á þennan skeitingarlausa hátt stofnað lífi fólks og sínu eigin í slíka hættu. Það er klárt að það er ekki honum að þakka að ekki fór ílla því umferð í bæinn á sunnudagi með saklausu fólki, mömmum, pöbbum, ömmum og öfum og barnabörnum eru á leið sinni úr sumarhúsum og bíltúrum... og eiga rétt á að lífum þeirra sé ekki stofnað í hættu af svo veikum einstaklingi.

Ábyrgðin fyrir því að bifreiðinni var stolið er eigandans og dæmist svolítið af kæruleysi. Hins vegar getur það aldrei verið ábyrgð eigandans hvernig sá sem framkvæmir þennan nytjastuld kýs að brjóta lögin og stefna fólki í voða. Það er brotamannsins... enginn annar stýrir því.

 Munið það áður en þið reynið að hengja einhvern að á þessum góðviðrisdögum sem hafa verið þá eru mörg hús opin upp á gátt, hurðar í kringum húsin og gluggar og eigandinn með heyrnatól að slá garðinn. Lyklarnir af bílum þeirra á sínum stað á hanka eða hillu við útidyrnar.... er það þá þeirra samviska sem bíður hnekki ef ringlaður maður fer inn, tekur lyklana og keyrir á saklaus hjón sem eru að trimma í eins ævingagalla með púlsmælaúr?  

Ingó (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 00:26

14 Smámynd: ViceRoy

Vala : Schnilld! :D hahaha

ViceRoy, 20.7.2009 kl. 00:32

15 identicon

Það að bínum þínum var stolið, hversu heimskulega sem honum var lagt, og notaður til að fremja glæp gerir þig að engu leiti ábirgann firir glæpnum.

Sá sem framdi ránið, og glæpinn, er að öllu leiti ábirgur firir því.
Þú getir ekki kennt fórnarlambi ráns um það hverning ræninginn notar því sem var stolið.

Ég get alveg tekið undir það að eigandi bílsinns geti sjálfum sér um kennt að hafa gert sig að svona auðveldu skotmarki, en ránið sjálft er að sjálfsögðu ekki á hanns ábirgð.

Atli Þór (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 00:40

16 Smámynd: brahim

Jóhanna. Lestu það sem stendur í boxinu Höfundur.

brahim, 20.7.2009 kl. 01:33

17 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ábyrgðin liggur í dekkjafyrirtækinu, sem ekki gaf eiganda bifreiðarinnar tól til að hleypa lofti úr dekkjunum meðan hann hljóp  inn að borga bensínið, kaupa Prins og nota klóið. Ef eigandi hefði hleypt úr dekkjunum meðan hann hljóp inn hefði hann ekki verið ábyrgur. Það er auðvitað svo létt að starta bíl í dag að tekur ekki nema 40 sekúndur án lykils fyrir venjulegann bílþjóf. En að setja loft í dekk tæki amk 5 mínútur með hjólhestapumpu. Og það per dekk. Þá þyrfti bíleigandi að vera með niðurgang eða eitthvað verra til að ránið tækist.

Ólafur Þórðarson, 20.7.2009 kl. 01:49

18 identicon

Ábyrgð?

Er ég ábyrgur ef ég set upp rúðu og einhver kemur og brýtur hana? Mér að kenna að rúðan var brothætt? Held frekar að sá sem brýtur rúðina sé ábyrgur.

Viktor (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 02:21

19 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Heimskulegar pælingar hjá þér brahim.

Öll ábyrgð er á ræningjanum.

Ingunn Guðnadóttir, 20.7.2009 kl. 05:44

20 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Undarleg viðbrögð við þessari færslu.

Nú veit ég ekki nákvæmalega hvort lyklarnir hafi verið skyldir eftir í bifreiðinni. En ég held að það sé lagaskylda að taka lykla úr svissi bifreiðar þegar hún væri yfirgefin. Það væri til að tryggja öryggi og til að óviðkomandi kæmust ekki að bifreiðinni.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.7.2009 kl. 08:24

21 identicon

Ha? Hvar stendur það í íslenskum lögum að manni sé skylt að taka lykil úr svissi bifreiðar sinnar þegar maður hleypur inn á bensínstöð? Ef mér ber lagaleg skylda til þess að tryggja að óviðkomandi komist ekki að bifreiðinni minni, þarf ég ekki að hafa óbrjótanlegt gler í gluggunum, vera með öryggiskerfi (sem helst gefur rafstuð ef einhver "óviðkomandi" snertir bílinn, svona just in case) og ja, helst bara ekki vera með bílinn á almannafæri?

Jóhanna, þetta hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir þig, þú hefur alla mína samúð. Sem betur fer fór ekki verr.

Ágústa (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 10:49

22 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ágústa, þú verður bara að fara niður á lögreglustöð og spyrjast fyrir um það ef þú hefur það ekki á hreinu hvernig á að ganga frá ökutæki þegar ökumaður yfirgefur bifreiðina.

Svo væri hægt að leita til ökukennarafélagsins líka þeir vita þetta örugglega.

Vitanlega verður alltaf sorg þegar svona atburðir gerast og við drögum öll lærdóm af því og ég samhryggist þeim sem hafa aðkomu að málinu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.7.2009 kl. 12:33

23 Smámynd: brahim

Það er leitt þegar fólk getur ekki tekið gagnrýni um ábyrgðarleysi þess...eins og ég var að skrifa um. Jóhanna er dæmi um það. Hún var bloggvinur...en því miður réði hún ekki við gagnrýni mína né sumra annarra...og lét sig því hverfa. Enda dæmdi hún manninn sem dópista...og að hann hafi verið uppdópaður þegar hann hafi framið stuldin á bíl hennar og eiginmanns hennar. Hún hafi verið á slysstaðnum þar sem bíllin fór út af veginum... og verið vitni að því að bílþjófurinn hafi verið uppdópaður...það kom reyndar fram í fréttum í gærkvöldi að maðurinn var hvorki undir áhrifum vímuefna né áfengis. Jóhanna lét sig því hverfa með comment sín eftir að það kom í ljós í fréttum... enda hafði hún verið með sleggjudóma um þennan mann...þó svo að það afsaki engan vegin hans gjörðir.

brahim, 21.7.2009 kl. 05:33

24 identicon

Það stendur ekkert í lögum að fólk þurfi að ganga frá bílunum sínum á ákvein hátt, tryggingafélögin ákveða þetta. Þetta er síðan bara léleg afsökun hjá tryggingafélögunum til að forðast að þurfa bæta tjón. Tryggingar ná yfir allt nema það sem maður þarf að vera tryggður fyrir. Eins og ungi maðurinn sem lenti í því að fartölvan hans var hrifsuð úr fanginu á honum. Hann fær hana ekki bætta af því að honum var ekki hótað og hann varð ekki fyrir líkamsmeiðingum. Eða ef vatnskemmdir orsakast af vatni sem kemur utan frá eru ekki tryggðar osfrv.

Svo er kannski ekki skrítið að hún hafi haldið að hann væri uppdópaður þar sem hann virtist vera í annarlegu ástandi að sögn lögreglu og átti langan brotaferil að baki, t.d. fíkniefnabrot.

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 17:19

25 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Úr umferðarlögum nr. 50 1987 30. mars

27. gr. Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því á þeim stað eða þannig að valdið geti hættu eða óþarfa óþægindum fyrir umferðina.
Þegar ökumaður yfirgefur vélknúið ökutæki skal hann stöðva vél þess og búa svo um að það geti ekki runnið sjálfkrafa eða aðrir látið það fara af stað.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.7.2009 kl. 21:27

26 Smámynd: Arnar Guðmundsson

RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,

Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband