Þunglyndi er helvíti.

 

Þunglyndi er grafalvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit, allir geta orðið þunglyndir... ungir sem aldnir... konur og karlar... óháð stétt og stöðu. Á Íslandi þjást u.þ.b. 15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Þótt þunglyndi sé svo algengt...gerir fólk sér oft litla grein fyrir eðli sjúkdómsins og þar gætir oft misskilnings. Þunglyndi er ekki merki um dugleysi, ekki fremur en sykursýki eða of hár blóðþrýstingur.


Fólk getur veikist af þunglyndi mitt í dagsins önn. Stundum er erfitt að greina það frá venjulegri óánægju, viðbrögðum við missi og sorg, eða erfiðleikum í einkalífi. Fyrstu viðbrögð og um leið umtalsefni við lækni eru oft um líkamleg einkenni, eins og langvarandi þreytu eða slen, eða óljósa og breytilega verki. Með ítarlegum spurningum fæst þó yfirleitt alltaf örugg greining á sjúkdómnum.

Greiningin er afar mikilvæg því að flestir þunglyndissjúklingar geta fengið áhrifaríka meðferð... Að mínu mati eru það þó aðeins þeir sem veikjast af þunglyndi á fullorðinsárum og þá af völdum missi og sorg, eða erfiðleikum í einkalífinu.

þeir sem veikjast af þessum sjúkdómi snemma ævinnar, eiga því miður ekki svo auðveldlega þann möguleika á varanlegum bata...en auðvitað getur þunglyndið brotist fram á fullorðinsárum...og verið jafn erfitt og nánast ólæknandi...eins og hjá þeim sem veikjast snemma æfinnar. Þunglyndi er oft á tíðum genatískur sjúkdómur...og þess vegna nánast algerlega ólæknandi.

Reyndar tel ég að þeir einir sem veikjast af þessum sjúkdómi vegna missi og sorgar, eða erfiðleika í einkalífinu í æsku eða á fullorðinsárum geti náð fullum bata


Þunglyndi hefur margvísleg einkenni, sem öll hafa í för með sér að draga úr lífsgleði og framtaki... breyttu geðslagi... hægja á hugsunum og atferli...Allt þetta dregur úr þreki einstaklings til að sinna daglegum skyldum... rækta fjölskyldu og vini...þunglyndissjúklingar draga sig gjarnan inn í sína eigin skel...og forðast mannleg samskipti...hverju nafni sem þau nefnast.

Ef þunglyndið greinist ekki leiðir það til óþarfra þjáninga og viðvarandi röskunar á starfsgetu og lífsánægju. Þegar þunglyndi leggst sem þyngst á þann sem hefur þennan sjúkdóm...getur þunglyndið stefnt lífi sjúklings í hættu...jafnvel sjálfsvígshættu. sem því miður er alltof algengt.

Mikilvægt: Þunglyndi er engin "ímyndun"... heldur algengur og oft á tíðum lífshættulegur sjúkdómur sem oftast er læknanlegur og alltaf er hægt að ráða einhverja bót á...t.d. með lyfjagjöf og eða hópmeðferð...s.s. HAM sem er skammstöfun á orðunum Huglæg atferlis meðferð.

Eigir þú ættingja eða vini sem sýna þau merki sem hér ofar greinir...vertu þá á varðbergi og stígðu fram fyrir skjöldu og talaðu við þann sem sýnir þessi einkenni og fáðu hann/hana til að leita læknis.

Þunglyndi er helvíti af öllu helvíti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband