Morðingi skilaði sér ekki úr Jólafríi !

Hverslags örvitum dettur í hug að leyfa dæmdum morðingja að skreppa heim í jólafrí...og halda að hann muni skila sér !?

Auðvitað notar slíkur maður tækifærið og lætur sig hverfa...hefði verið eitthvað skrítið að ske í hausnum á viðkomandi ef hann hefði farið til baka.

Hver vill ekki vera frjáls...í stað þess að vera innilokaður Woundering.

Var að heyra það í fréttum á stöð 2 að Ramos ætli að sækja um pólitískt hæli hér á landi...því hann er hræddur um að verða drepinn í Brasilíu.

Auk þess telur hann að framsal eða fangaskipti sé ekki möguleiki...því ekki sé að vera skipta banana fyrir melónu...heldur sé um manneskjur að ræða.

 


mbl.is Neitar ásökun um morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segðu, þvílíkir bjánar þarna í úttlöndum

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: brahim

A ekki spakmælið "sælir eru fattlausir því þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir" vel við hér

brahim, 15.8.2009 kl. 19:21

3 identicon

Heldur sé um manneskju að ræða, hann var nú ekki mikið að spá í því þegar hann myrti þær ...

Sandra (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 19:38

4 Smámynd: brahim

Nei...líklega haldið að um banana hafi verið að ræða

brahim, 15.8.2009 kl. 19:40

5 identicon

Senda mann fjandann til síns heima með frímerki á rassgatinu... Við höfum ekki einusinni pláss fyrir okkar eigin fanga, stórglæpa menn ganga enn lausir hér á landi eftir að hafa kollsteypt þjóðinni. Kanarnir taka svoleiðis gaura og stinga þeim beinustuleið í grjótið á meðan á rannsókn stendur!!!

Bryndís (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 08:07

6 identicon

Núna er hann búinn að sækja um hæli sem pólitískur flóttamaður, eins og ég hefði nú getað ráðlagt honum að gera. Þess vegna verður hann örugglega ekki sendur úr landi á næstunni. Hann hefur hér eftir stöðu hælisleitanda, sem leggur þær kvaðir á útlendingastofnun að rannsaka í smáatriðum allar hans fullyrðingar og aðstæður. Á sama tíma skapast heilmikil og kærkomin vinna fyrir starfsmenn Rauðakrossins og fyrir túlka svo ekki sé minnst Amnesty-fólkið og atvinnumótmælendur sem grípa tækifærið í fegins hendi í hvert sinn sem ljúgandi þriðjaheimsbúi framvísar fölsuðu vegabréfi í Leifsstöð.

Norðmenn hafa orðið þess aðnjótandi 20.000 manns hafa sótt um hæli þar á fyrri helmingi þessa árs, mest múslimskir karlar, sem ekki hafa þrifist í sínu múslimaríki, en trúa því að vænlegra sé að setjast að í löndum trúvillinganna.

magnus (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 10:44

7 Smámynd: brahim

Bryndís...ég held að það eina sem Íslensk geti gert ef þeir senda hann úr landi..er að senda hann til Osló þaðan sem hann kom hingað til lands...held að ég fari rétt með í því samandi.

Ef blessaðir útrásarvíkingarnir sem og aðrir banka krimmar verða settir inn... verður það væntanlega á Hilton Hótelið...þeir hafa jú komið sér upp ákveðnum lífsstíl

brahim, 16.8.2009 kl. 15:48

8 Smámynd: brahim

Magnús...Já samkvæmt þessum reglum um hælisleitendur þá á hann eftir að vera hér um einhvern tíma...gæti best trúað því...en þó gæti það farið á annan veg þar sem hann er jú eftirlýst persóna fyrir morð,rán ofl

ætla ekki að hafa mörg orð um seinni hlutann hjá þér þar sem þau sýna of mikla fordóma.

brahim, 16.8.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband