Ráðherrafrú lifir á kerfinu !

mynd  Adnan Al-Assadi.

 Hinn fimmtíu og sjö ára gamli Adnan Al-Assadi hefur danskan ríkisborgararétt. Hann býr hinsvegar í Bagdad þar sem hann er aðstoðar utanríkisráðherra Íraks. Segir á visir.is

Eiginkona hans og þrjú börn eru hinsvegar búsett í Kaupmannahöfn og eru þar á opinberu framfæri borgarsjóðs.

Það er nú hreint ótrúlegt að lesa svona. Hverskonar eiginmaður er það eiginlega sem lætur konu og börn lifa á kerfinu...en er þó milljónamæringur.

Eiginkonan býr með börnum sínum þremur í Amager í Kaupmannahöfn.

Í frétt Vísis segir að Adnan Al-Assadi sé aðstoðar utanríkisráðherra Íraks en hið rétta er að hann er aðstoðar innanríkisráðherra.

Auk þess að þiggja ráðherralaun fái hann himinháar greiðslur fyrir ýmis önnur störf og tíu prósenta þóknun fyrir verkefni sem utanríkisráðuneytið semji um. Hann sé því margfaldur milljónamæringur.

Ekki er nóg með að Adnan Al-Assadi þiggi þessar himinháu greiðslur sem Ráðherra og fyrir önnur störf, heldur er hann eigandi að fyrirtæki í Þýskalandi.

Hann er eigandi að fyrirtækinu GermanMedCom GE at GermanMedCom... sem er í lækninga og heilsugeiranum. Hér og hér er heimasíða fyrirtækisins.

Maður skyldi halda að þessi maður gæti framfleytt fjölskyldu sinni...en ekki gerir hann það þó, heldur misnotar Danska kerfið.

Það skynsamlegasta sem hið Danska yfirvald gerði væri að svipta hann Danska ríkisborgararétti sínum fyrir þessi svik og vesalingsháttar gagnvart konu og börnum. Ekki aðeins fyrir það heldur einnig það að hann virðist ætla sér að vera í Írak.

Hvað þarf hann þá á Dönsku ríkisborgararétti að halda. Ekki kemur fram í fréttinni hvort kona hans sé Dönsk eða ekki, þannig að það er spurning hvort hægt sé að vísa henni úr landi einnig sem samsek í þessum svikum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband