Færsluflokkur: Bloggar
sun. 13.9.2009
Top 10 Colorful First Spouses.
Ólafur og Dorrit.
Það er ekki leiðum að likjast fyrir Dorrit eins og listi Times sýnir...skil þó ekki hvað Denis Thatcher er að gera á þessum lista.
Man ekki eftir honum sem sérstaklega litríkum persónuleika...var ætíð í skugga Margaret Thatcher eiginkonu sinnar...og var ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósinu.
Full List
First Flubs
- Miyuki Hatoyama
- Imelda Marcos
- Hillary Clinton
- Carla Bruni
- Betty Ford
- Nancy Reagan
- Mary Todd Lincoln
- Dorrit Moussaieff
- Bess Truman
- Denis Thatcher
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 13.9.2009
lög um barnaníðinga
Í næsta mánuði verða allir í Bretlandi sem starfa með börnum og fötluðum fullorðnum að skrá sig hjá sérstakri stofnun. Það verða líka þeir foreldrar að gera sem aðstoða við íþróttaþjálfun eða þeir sem taka að sér að skutla börnum annarra reglulega í íþróttatíma. Þeir sem ekki skrá sig verða að greiða 5.000 pund í sekt eða sem samsvarar rúmri 1 milljón íslenskra króna.
Hugmyndin er í sjálfu sér ágæt svo framarlega sem að þessi tilvonandi gagnagrunnur verður aðeins notaður við samkeyrslu við gagnagrunn um barnaníðinga.
En ekki við aðra gagnagrunna um t.d. meinta afbrotamenn sem ekki hafa brotið af sér gagnvart börnum.
Ef þeir gera það, þá finna þeir örugglega einhverja sem brotið hafa af sér með einhverskonar penny theft dæmi á bakinu.
Munu þeir þá tilkynna vinnuveitendum um smáglæp þann sem viðkomandi framdi og hann þá í kjölfarið jafnvel missa starf sitt vegna þess ?
Og hvað með þá sem keyra börn annarra á íþróttamót eða æfingu...nú eða í skóla ?
Þessi lög Breta eru greinilega sett af fólki sem ekkert veit um málið. Fólki sem ekki eiga börn í íþróttastarfi eða skólastarfi.
Það þarf að hugsa aðeins betur um framkvæmd sem og útfærslu þessara laga áður en skaðinn skeður.
Er t.d. hræddur um að þeir sem aka börnum annarra muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir láta setja sig í gagnagrunn um hugsanlega barnaníðinga.
![]() |
Gagnrýna lög gegn barnaníðingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 13.9.2009
23 fyrirmenn innan sama fyrirtækis hafa framið sjálfsmorð ?
Trúnaðarmenn tengja þá við árangurstengdar kröfur stjórnenda. Þeir segja aftur á móti að hjá fyrirtækinu séu um eitthundrað þúsund starfsmenn og sjálfsmorðstíðnin sé ekki meiri en gengur og gerist í þjóðfélaginu. Heilbrigðisráðherrann tekur ekki undir það sjónarmið. visir.is
Þannig að orð trúnaðarmanna innan fyrirtækisins um að árangurstengdar kröfur stjórnenda sé ástæðan...ætti að gefa einhverjar vísbendingar um tilurð þessara sjálfsmorða.
Þó svo að í einhverju tilvika geti að sjálfsögðu verið aðrar ástæður að baki sjálfsmorðs einstaklings innan þessa fyrirtækis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 12.9.2009
Einelti.
Hótaði Bjarna. Í símtalinu sagðist Kristján ætla að reka Bjarna úr sinni aðalvinnu hjá MS Selfossi.
Guðni Ágústsson slökkviliðsstjóri í Þorlákshöfn fékk símtal þann 16. júní s.l. frá Kristjáni Einarssyni slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu (BÁ) þar sem eftirfarandi kom meðal annars fram: Kristján byrjaði á að spyrja hvort Guðni ætlaði virkilega að ráða Bjarna Ingimarsson, fráfarandi varðstjóra hjá BÁ, til starfa hjá slökkviliði Þorlákshafnar, hann væri bæði óferjandi og óalandi og gerði allt vitlaust hvar sem hann kæmi. Eini tilgangur Bjarna með því að hefja störf í Þorlákshöfn væri til að geta verið áfram í stjórn landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna til að hrella sig.
Hvernig er það eiginlega með fólk sem á að heita að vera orðið fullorðið...vex það ekki upp úr því að leggja aðra í einelti eða hvað ?
Maður hefur svo sem fyrr heyrt dæmi um fullorðið fólk sem er lagt í einelti, s.b. dæmið sem kom upp á Veðurstofu Íslands á síðasta ári.
En fjandinn hafi það...þroskast svona fólk ekki ?
Þekki það frá minni eigin reynslu hvernig er að vera lagður í einelti...en það var þegar ég var barn og unglingur.
Svo ég veit fullvel hvernig slíkt fer í fólk...og get sagt ykkur að það getur tekið nokkur ár jafnvel áratugi að jafna sig á slíku.
Og sumir jafna sig aldrei eftir einelti...En það fer að sjálfsögðu eftir því í hvaða formi það einelti er/var sem og hvað það stendur/stóð lengi yfir.
En það get ég sagt ykkur af minni eigin reynslu...að það er hreint helvíti að lenda í slíku.
DV fréttina alla getið þið lesið hér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 11.9.2009
Helvítis fokking besservissar.
Hvað á þetta eiginlega að þýða...þeir sem ekki reykja, vilja hafa vit fyrir hinum sem enn reykja. Þetta er forræðishyggja af verstu sort...Þeir fengu sínu framgengt með veitingahús og bari.
Og nú á að höggva í sama knérunn.
Sama var um bjórinn á sínum tíma. Boxið fékk ekki frið...Kanasjónvarpið þótti mannskemmandi fyrir landann etc. etc. etc. etc. Hvar endar þessi vitleysa og að þessir besservissar átti sig á því að þeir eru ekki alvitrir.
Og eiga ekkert með að reina að stjórna fólki sem þeim kemur ekkert við hvað gerir. Þeir ættu að leita sér hjálpar á viðkomandi stofnun.
Að hætta sölu tóbaks í söluturnum árið 2012.
Stefna að því að Ísland verði fyrsta landið í heiminum til að taka tóbak alfarið
úr almennri sölu.
Nýjar dreifingar og söluleiðir á tóbaki (t.d. öll sjálfsafgreiðsla) verði óheimilar.
Tóbak verði tekið úr sölu í fríhöfnum íslenskra flugvalla.
Aldur til að geta keypt tóbak verði hækkaður í 20 ár fyrir árslok 2010.
Aldur til að afgreiða tóbak verði hækkaður í 20 ár fyrir árslok 2010.
Að hnykkt verði á banni við að auglýsa eða selja varning með nafni eða merki
sem tóbak er einnig fáanlegt undir.
Auglýsingar, t.d. á kappakstursbílum eða í íþróttaútsendingum, verði takmarkaðar með því að skylt verði að útmá auglýsingarnar í t.d. sjónvarpsútsendingu eða tímariti.
Þingið telur óæskilegt að leikarar reyki í íslenskum bíómyndum og á leiksviðum.
Vernda þarf hópa sem enn eru útsettir fyrir óbeinum reykingum s.s. fangar,
fangaverðir og starfsmenn vistheimila.
Stefnt verði að því að afnema reykingar á almannafæri.
Að taka tóbak út úr vísitöluútreikningi.
Stefnt skal að því að útsöluverð á tóbaki standi undir samfélagslegum kostnaði
við neyslu þess.
Nikótin er skilgreint sem lyf skv lögum, en þingið leggur til að nikótín og tóbak verði einnig skilgreind sem ávana- og fíkniefni.
Komið verði á fót embætti Tóbaksvarnarlæknis sem hafi það hlutverk að sporna við tóbaksfaraldrinum og hafi valdheimildir að fyrirmynd Sóttvarnarlæknis.
Sveitarfélög og heilbrigðisnefndir eru hvattar til að ganga með ákveðnari hætti fram í að lögum og reglum sé framfylgt. Rekstrarleyfi tóbakssöluhafa verði skilyrðislaust innkölluð við brot."
Helvítis fokking fokk.
![]() |
Tóbak verði tekið úr almennri sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (95)
fös. 11.9.2009
Stolnir sófar.
Skyldu þeir hafa verið að fara opna nýtt og flott veitingahús...en ekki átt fyrir sófunum...Hver er þá besta lausnin á því...
jesssss við stelum því bara...því ekki er hægt að láta fólk sitja á gólfinu þó budjectið hafi klárast. Það verður hver og einn að bjarga sér ekki satt...
Case closed.
![]() |
Sófar komnir í leitirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
fös. 11.9.2009
Hrós fyrir Rauðakrossinn.

Palestínski Rauði hálfmáninn heldur úti sjúkraflutningum í andrúmslofti stöðugrar spennu og yfirvofandi hernaðarátaka. Þegar Ísraelar gerðu árásir á Gaza um áramótin fluttu sjúkraflutningamenn Rauða hálfmánans stríðssærða um götur strandlengjunnar og voru við það í stöðugri lífshættu.
Rauði Krossinn á hrós skilið fyrir að halda þessi námskeið fyrir Palestínska Sjúkraflutningamenn.
Því ekki gefst þeim kostur á slíkri þjálfun í Ísrael...Það þarf reyndar ekkert að fara mörgum orðum um það...af hverju Ísraelsmenn vilja ekki kenna Palestínumönnum slíkt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 10.9.2009
Danskur Bond á 300 km hraða.
Lögreglan á Norður-Jótlandi hafði á sunnudag hendur í hári vélhjólamanns sem mældist á hvorki meira né minna en 300 kílómetra hraða á klukkustund. Maðurinn náði að stinga lögregluna af á ógnarhraða og tókst lögreglumönnum ekki að ná skráningarnúmeri hjólsins. Það var engin furða því þegar maður, sem svaraði til lýsingarinnar á ökuþórnum, var stöðvaður nokkru síðar kom í ljós að hann hafði komið litlum mótor fyrir á hjólinu sem dró númeraplötuna upp og undir sætið þegar ýtt var á hnapp, vafalítið innblásið af hinum góðkunna njósnara, James Bond.
James Bond...007.
Segið svo að það sé ekki hægt að læra nýtilega hluti með því að horfa á kvikmyndir....hluti sem geta komið að gagni eins og sá Danski útbjó á mótorhjólið sitt...Snilld fyrir þá sem vilja brjóta hraðaksturslögin
Skyldi einhver taka uppá þessu með bílinn sinn, svo hann verði ekki nappaður fyrir ofsaakstur .
Hver veit....eeeh bara smá pæling.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 9.9.2009
Þvílíkur hroki í einum manni.
Það verður ekki tekið af Didier Drogba, leikmanni Chelsea, að hann hefur gríðarlegt sjálfstraust. Drogba segir að hann sé óeigingjarnasti framherjinn í boltanum í dag og það sjáist best á því hversu góðri varnarvinnu hann skilar.
Það er gott að hafa gott sjálfsálit...en hvað D Drogba varðar þá er þetta hroki og ekkert annað.
Hafið þið einhvertímann sé annan frábæran framherja sinna jafn góðu varnarhlutverki og mig?, er haft eftir honum í enskum fjölmiðlum í dag.
Ef einhver á skilið að vera talinn óeigingjarnasti leikmaður Ensku deildarinnar sem og að berjast um allan völl...vörn...miðju og sókn, þá er það Wayne Rooney í Manchester United.
Ég fórna mér oft fyrir liðið og horfi ekki á tölfræðina yfir hversu mörg mörk ég skora. Við (Chelsea) erum fullir sjálfstrausts og afslappaðir. Carlo Ancelotti nýtur líka mikillar virðingar og hann er einn af hópnum. Þess vegna held ég að andinn í liðinu sé góður, segir kokahraustur Drogba.
Nei Drogba...þessa nafnbót sem þú gefur sjálfum þér, verður aldrei þín.
Hún tilheyrir Wayne Rooney...og er á engan hallað hvað það varðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 9.9.2009
Skyrið slær í gegn i Norge.
Það var þó aldrei að ekki væri hægt að koma þessari fínu og mjög svo góðu vöru ofaní Norsarana...virðist ætla að slá öll met þar ef marka má gd.no í NOREGI.
En mikið vildi ég sjá jafn smekklegar umbúðir hér á landi eins og notaðar eru í Noregi.
![]() |
Skyr slær í gegn í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)